Saturday, April 29, 2006

The Atlantic Cup goes to the Faroe Islands

The Faroe Islands champions B36 beat Icelandic champions FH Hafnarfjördur in the yearly Atlantic Cup match. The match was settled in a penalty shoot-out. It was 2-2 after 90 minutes.

6 Comments:

At 30/4/06, Anonymous NANDO said...

jesus ad tapa gegn fareysku lidi pfff

 
At 30/4/06, Anonymous Dino Baggio is God ! said...

hey gaur eg bjo til tennan lista um daginn og tu matt alveg tyda hann og birta hann herna a sidunni, Aydvitad geturu alveg baett hann eftir tinum torfum.

Allevga flott sida!!

1. Ásgeir Sigurvinsson: Vestmanneyjingur sem fór ungur út. Frábær playmaker. Spilaði með Standart Liege, Stuttgart og Bayern Munchen. Var fyriliði Stuttgart og varð Þýskalandsmeistari með þeim og var svo kosinn besti leikmaður Bundesligunnar. Þess má geta að Beckenbauer lagði hart að honum að gerast þýskur ríkisborgari til þess að geta notað hann á miðjunni á HM 86. Það sem mætti gagnrýna hann helst fyrir er frammistaða hans með landsliðinu. Hann spilaði ávallt mun betur með félagsliðunum en landsliðunum, svo var hann auðvitað hálf-misheppnaður, þjálfari því miður.

2. Eiður Smári Guðjohnsen: Þarf í raun ekkert að kynna hann. Fór ungur út spilaði með Ronaldo hjá PSV. Meiddist illa kom spikfeitur heim og þið kunnið restina. Ég held samt að hann hefði orðið ennþá betri ef hann hefði ekki meiðst. Maður spyr sig bara hvar væri hann í dag ef hann væri með hraða og sprengikraft. Ég held að hann hafi misst þessa tvo hluti í meiðslunum. Ég gæti svo sem alveg eins sett hann í fyrsta sætið en hann á auðvitað nóg eftir af ferlinum þannig...

3. Eyjólfur Sverrison: Ótrúlegt en satt þá hefur hann aldrei spilað í efstu deild á Íslandi. Fór beint frá Sauðarkróki til stórliðsins Stuttgart. Eyjólfur spilaði fyrst um sinn aðalega sem framherji. Hann stóð sig vonum framar hjá Stuttgart og spilaði yfur 100 leiki og varð Þýskalandsmeistari. 1995 fylgdi hann þjálfaranum Christophe Daum til Tyrklands og spilaði sem framherji hjá Besiktas. Eyjólfur varð markahæstur hjá Besiktas og meistari í lok tímabils. Eftir það fór hann til Þýskalnds og tók þátt í uppbyggingu Hertha Berlin. Þegar hann kom var Hertha í B deildinni en þegar hann hætti 8 árum sinna höfðu þeir spilað margoft í UEFA cup og 1 sinni í Champions Leauge og Eyjólfur hafði verið fyriliði í mörg ár. Sannarlega glæsilegur ferill. Þess má geta að Eyjólfur hefði alveg eins getað orðið atvinnu og landsliðsmaður í körfubolta.

4. Guðni Bergsson: Guðni var hluti af frábæru Vals-liði á níunda áratugnum. Guðni byrjaði atvinnumanna-ferilinn í Þýsku 2 deildinni með 1860 Munchen. Þar spilaði hann sem lánsmaður eitt tímabil. Guðni fór frekar seint út og var meira að segja byrjaður í lögfræði í Háskólanum. Auðvitað neita menn ekki tilboði frá Tottenham Hotspurs, og Guðni fór til Englands í kringum 1990. Guðni náði aldrei að festa sig í sessi í byrjunarliðinu enda gríðarlega sterkt lið. Guðni mikið meiddur sem gerði honum erfitt fyrir. Guðni kom heim og spilaði eitt sumar með Val og Eiði Smára. Vorið 1995 var hann svo keyptur til Bolton og spilaði Guðni sinn fyrsta leik á Wembley gegn Liverpool í úrslitum Deildarbikarsins. Guðni átti síðan eftir að spila með Bolton næstu 8 árin. Guðni var lengi vel fyriliði Bolton og ótrúlegt en satt var hann að spila sinn besta bolta 38 ára gamall í bestu deild heims. Landsliðsferilinn þekkja allir. Lengi vel glæsilegur en síðan kom Gaui Þórðar með einhevr leiðindi en hann fékk samt kveðjuleik árið 2003.

5. Arnór Guðjohnsen: Spilaði oftast sem framherji eða sóknartengiliður. Arnór fór 17 ára út til Belgíu. Fyrst spilaði hann með Lokeren og síðan með Anderlecht. Arnór spilaði klárlega sinn besta bolta með Anderlecht. Á Þessum tíma var belgíska deildin ein sú sterkasta í heiminum, og Arnór afrekaði það að verða markakóngur og bestur í Belgíu. Einnig var hann í liði Anderlecht sem komst í úrslit UEFA cup gegn Tottenham en þar klúðraði hann víti í víto og Anderlecht tapaði. Næsti áfangastaður var Frakkland, nánar tiltekið Bordeaux. Þar spilaði hann einn vetur á 2 deildinni og stóð sig ágætlega varð meðal annars markahæsti leikmaður Bordeaux. Næst lá leiðin til Svíþjóðar þar sem hann spilaði eins og kóngur fyrst með Hacken og síðan Örebro. Arnór spilaði það vel að hann var kosinn besti útlenski leikmaður Allsvenskan frá upphafi. Arnór átti líka marga glæsilega landsleiki, sá besti var örugglega 1991 þegar Ísland vann Tyrkland 5-1 og Arnór skoraði fernu þar af 3 með skalla. Glæstur ferill hjá Arnóri en að mínu mati hefði hann getað orðið enn glæstari, en meiðsli og málaferli settu strik í reikninginn.

6. Rúnar Kristinsson: Einn af mínum uppáhalds. 17 ár var hann kominn í landsliðið og orðinn einn af bestu leikmönnum hérna heima. Rúnar var reyndar orðinn 25 ára þegar hann fór loks út árið 1994. Byrjaði atvinnumennskuna í Svíþjóð hjá Örgryte, spilaði nokkuð vel í Svíþjóð sem skapandi miðjumaður. Eftir tvö ár í Svíþjóð söðlar hann um og skrifar undir samning hjá Lilleström. Í Noregi varð hann fljótlega besti leikmaður deildarinnar og 1999 fékk hann það staðfest þegar leikmenn deildarinnar kusu hann þann besta. Hann var hreint út sagt frábær á miðjunni og Heiðar Helguson naut góðs af frábærum sendingum Rúnars. Eftir 4 gæfurík ár í Noregi fór hann til íslendingaliðsins Lokeren. Í Belgíu hélt hann áfram að spila eins og kóngur og byrjaði þá að skora meira og spilaði meðal annars sem framherji. Hann er ennþá að spila með Lokeren 37 ára gamall og klárlega í guðatölu meðal áhagenda. Ef maður tekur mið af frammistöðu í landsleikjum þá er hann sá besti. Rúnar lék rúmlega 100 landsleiki. Ég verð að minnast á tvo leki. Stórbrotinn frammistaða gegn Frökkum 1998 þar sem hann skyggði á besta leikmann heim og svo gegn Ítölum 2004, hreint mögnuð frammistaða.

Það sem skilur Rúnar frá mörgum öðrum íslenskum atvinnumönnum er það að hann hefur aldrei þurft að þola bekkjarsetu. Hann hefur nefnilega tekið skynsamar ákvarðanir, í staðinn fyrir að velja stóru liðinn með peningunum fer hann í lið þar sem hann getur verið aðalmaðurinn. Það er nefnilega alltof algengt að íslenskir atvinnumenn líti of stórt á sig og fari í of góð lið og sóa þá bara ferlinum á bekknum. Gott dæmi um þetta eru Arnar Gunnlaugs og Þórður Guðjóns. Arnar var einn besti leikmaður fyrstu deildarinnar með Bolton. Hann þóttist vera voða stór kall og vildi endilega fara í ensku úrvalsdeildina með Leicester en síðan þá hefur hann ekkert getað. Sömu sögu er hægt að segja um Þórð. Hann var valinn bestur í Belgíu en siðan sólundaði hann ferlinum með ****legum ákvörðunum.

7. Hermann Hreiðarsson:Leikmaður sem kemst gríðarlega langt á baráttugleði og geðveiki sem oft virðist einkenna Vestmanneyjinga. Hann yfirgaf ÍBV 1997 þá 24 ára gamall. HH fór til Crystal Palace á Englandi. Ég persónulega hafði ekkert sérlega mikla trú á honum, hann hafði verið veikur hlekkur í þeim landsleikjum sem hann hafði spilað og var með eindæmum klaufskur. En auðvitað hafði hann sína kosti. En hann fór strax í liðið hjá Palace. En það voru hæðir og lægðir hjá Hemma á hans fyrsta tímabili, t.d skoraði HH sjálfsmark á Old Trafford í einum af sínum fyrstu leikjum. Hann bætti það upp með því að halda Ian Wright og Bergkamp í skefjum í 0-0 jafntefli á Highbury (lenti í stympingum við Wright ) Palace féll um deild og Hermann skipti ört um lið á næstu árum. Spilaði hann m.a annars í öllum deildum Englands með liðum eins og Brentford, Wimbledon, Ipswich og nú síðast Charlton. Þar hefur hann fest sig í sessi sem stabíll úrvalsdeildarleikmaður. HH hefur t.d. borið fyrirliðabandið í seinustu leikjum, og segir það margt um stöðu hans. HH hefur tekið miklum framförum sem leikmaður eftir að hann fór út á sínum tíma og er ferill hans aðdáunarverður. Til að mynda var hann ekki þessi barnastjarna sem var vanur því að vera alltaf bestur í sínum flokki. Hann hefur þurft að vinna fyrir hlutunum- er hann því góð fyrirmynd. Í landsleikjum er hann sá leikmaður sem leggur sig alltaf mest fram og maður sér það nú bara í viðtölum eftir leiki hversu umhugað honum er um gengi landsliðsins. Toppleikmaður og það væri óskandi að það væri fleiri eins og HH í landsliðinu.

8: Sigurður Jónsson: Einn af fjölmörgum skagamönnum sem hafa gert það gott(alveg ótrúlegir þessir skagamenn). Siggi varð fljótt ótrúlega fær knattspyrnumaður og 16 ára var hann kominn í byrjunarlið ÍA. Hefði örugglega verið ofar á þessum lista en þrálát meiðsli voru alltaf að plaga hann. Sumir segja reyndar að upphafið af öllum þessum meiðslum hafi verið þegar Graham Souness miðjubuffið í skoska landsliðinu hafið tæklað Sigga alveg hryllilega eftir að Siggi klobbaði hann illilega á Laugardalsvellinum. Það vita nú allir að Souness er ekki heill á geði þannig... En allaveg vakti Siggi Jóns snemma áhuga erlendra liða, og var Siggi einn eftirsóttasti unglingur Evrópu þegar hann skoraði sigurmark U19 landsliðs Íslans gegn U19 liði Englandi af 35 metra færi. Sagan segir að umboðsmaður stórliðs á Englandi haf komiði inn í klefann strax eftir leik og rétt honum samningstilboð. Siggi var það góður með sig og væntanlega í rosalegri sigurvímu að hann tróð samningum upp í sig og smjattaði á honum og spýtti honum út úr sér . Reyndar samdi hann við Sheff Wed(sem var stórt lið þá) nokkrum dögum seinna. Siggi spilaði með Sheff Wed og Barnsley með sæmilegum árangri og flutti sig svo til stórliðs Arsenal. Ferill hans hjá Arsenal einkenndist af meiðslum og spilaði hann tæpleg 20 leiki og skoraði 1 mark. Einnig lék hann í Svíþjóð og Skotlandi þá sem sweeper. Síðan kom hann heim og er í dag ágætis þjálfari. Siggi skilaði mörgum góðum landsleikjum. Þegar landsliðinu gekk sem best undir stjórn Guðjóns voru Siggi og Eyjólfur í hjarta varnarinnar og þá saknaði engin Guðna. Klassaleikmaður! enda Arsenalmaður

9: Pétur Pétursson: Enn einn Skagamaðurinn. Pétur á markametið(19 mörk) í efstu deild ásamt þrem öðrum. Mikill markaskorari og fór ungur út til Hollands. Spilaði með liðum eins og Feynoord, Antwerpen og Hercules á Spáni. Pétur eins og margir aðrir íslenskir atvinnumenn hefðu getað náð mun lengra ef hann hefði ekki tekið vitlausar ákvarðanir. Rétt rúmlega tvítugur var hann sammningsbundinn Feynoord frá Rotterdam. Pétur var eitt tímabilið langmarkahæstur í hollensku deildinni og um tíma markahæstur í Evrópu og gullskór Evrópu í augsýn en svo slakaði hann á á lokasprettinum. Pétur væri kannski ofar á þessum lista ef hann hefði ekki byrjað að dala svo snemma eins og rauninn varð. Rétt um þrítugt lauk hans atvinnumannaferli. Pétur lék síðustu árin með KR, ÍA og Tindastól. Hann var markaskorari af guðs náð en hins vegar arfaslakur þjálfari.

10: Atli Eðvaldsson: Mjög svo umdeildur, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég man eftir honum árið 1990 sem landsliðsfyriliða á Laugardalsvellinum skorandi með hælspyrnu framhjá franska landsliðinu(Cantona,Platini, Papin og fleiri). Atli átti gæfuríkann feril í Þýskalandi með Dortmund, Uerdingen og fleiri liðum. Einnig spilað Atli eitt tímabil í Tyrklandi. Atli er Valsari en samt hata allir Valsarar hann. Hann segist vera KR-ingur því hann spilaði lengi vel með þeim og gerði þá meðal annars að meisturum eftir langa bið. Atli var frábær fyriliði og mikill leiðtogi. Maður finnur varla betri íslenska skallamenn en hann. Atli skoraði til að mynda eitt sinn 5 mörk í leik fyrir Dortmund þar af 4 með skalla. Gaman að segja frá því að hann var fyrsti útlendingurinn til að verða markakóngur í Þýskalandi. Atli gat spilað vörn, miðju og sókn, ekki amalegt að vera með svona fjölhæfan mann í sínu liði.

Þetta eru að mínu mati þeir 10 bestu. Auðvitað koma margir aðrir til greina. Til dæmis: Teitur Þórðars, Jóhannes Eðvalds, Þórður Guðjóns, Óli Þórðar, Birkir Kristins, Ingi Björn Alberts, Heiðar Helgu, Arnar Gunnlaugs, Gummi Torfa, Bjarni Sig, Sigga Grétars og margir fleiri. Vonandi verður eitthvað búið að breytast við listann eftir 10 ár eða svo þegar þið refreshið.Best að taka það fram ég tek ekki kalla eins og Albert Guðmunds og Rikka Jóns. Það er best að meta þetta bara eftir 1980.

 
At 30/4/06, Blogger admin said...

Flott. Ég mun þýða þetta og birta hérna. Klassa efni. Takk fyrir.

 
At 1/5/06, Anonymous Anonymous said...

Disapointing to lose the Atlantic Cup, how was the overall quality of the match? Who was the better side?

 
At 1/5/06, Anonymous Kári said...

It was a pretty even match. The Faroes won on penalties. These were two evenly matched teams.

 
At 3/5/09, Anonymous Ellen said...

hi. I'm the webmaster of the fansite of Arnór Smárason, well known by you a guess. I'd like to translate a couple of things, but the problem is I don't understand a word. Do you want to help me? You can contact me me at this emailadres: arnor-smarason@gmail.com. Thanks in advanced!

Greetings, Ellen, www.arnor-smarason.com.

 

Post a Comment

<< Home